Fréttasafn14. feb. 2019 Almennar fréttir Menntun

Læsi frá ýmsum sjónarhornum

Menntadagur atvinnulífsins fór fram í Hörpu í morgun en þetta var í sjötta sinn sem slíkur dagur er haldinn. Á vef SA er hægt að nálgast upptökur af fyrsta hluta dagsins. Dagurinn hófst á því að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins, opnaði fundinn formlega. Þá ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fundargesti. Því næst voru flutt fjögur erindi sem öll tengdust læsi sem var þema dagsins, það voru þau Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og HR, Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur, Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnastjóri við Hagaskóla, og Margrét Lára Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Össurar. 

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Bein útsending var frá fundinum á mbl.is