Fréttasafn



7. maí 2020 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Lág verð hvatning til að bæta í opinberar framkvæmdir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað um lág verð í útboðum framkvæmda Vegagerðarinnar. Í fréttinni er meðal annars rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, sem segir þetta ekki koma á óvart. „Og segir okkur þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annað hvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir.“

Þá segir Sigurður að það sé auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð sem sé að fjárfesta núna í uppbyggingu innviða að njóta þess þá í góðum kjörum.  „Og er vonandi hvatning til að gera þá meira en minna á þessu ári. Bæta helst í.“

Einnig er rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem segir þetta vera vísbendingar um að það sé enn slaki í hagkerfinu. „En það er þá kannski líka hvatning til okkar að bjóða frekar meira út. Þegar það er í hina áttina, þegar það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni út. En núna gæti það verið hvati til að bjóða enn fleiri.“

Á vef Vísis er hægt að horfa á fréttina í heild sinni.