Fréttasafn25. jún. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Landssamband bakarameistara bakaði Lýðveldiskökuna

Landssamband bakarameistara, sem er aðildarfélag SI, hannaði og bakaði sérstaka Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið var upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og var hún 75 metrar á lengd. Þá var einnig boðið upp á kökuna í þeim bæjarfélögum þar sem félagsmenn í Landssambandi bakarameistara reka bakarí og var sú kaka einnig 75 metrar á lengd sem skiptist niður á viðkomandi bæjarfélög.

Kakan var í boði á eftirtöldum stöðum, í samvinnu við sveitarfélög á hverjum stað: Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Snæfellsbæ, Ísafirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Hveragerði og Reykjanesbæ.

Lýðveldiskakan var þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu-rjómaostakremi og Odense marsipani. 

IMG_3319Jóhannes Felixson er formaður Landssambands bakarameistara.

IMG_3316

IMG_3326
IMG_3328