Fréttasafn30. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Orka og umhverfi

Landsvirkjun og CRI fá umhverfisviðurkenningar

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru tilkynnt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Landsvirkjun en framtak ársins á sviði umhverfismála á Carbon Recycling International. Í dómnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins eru Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður, Elma Sif Einarsdóttir og Reynir Smári Atlason.

Í tilkynningu kemur fram að Landsvirkjun fari með umsjón mikilvægra náttúruauðlinda landsins og geri það á ábyrgan og auðmjúkan hátt. Lögð sé áhersla á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, draga úr þeim og koma í veg fyrir frávik. Fyrirtækið hafi verið með vottað umhverfisstjórnunarkerfi í hátt í 20 ár og hafi sýnt framsýni og forystu þegar komi að útgáfu og birtingu umhverfisupplýsinga og aðgerða. Lögð sé áhersla á að hámarka verðmæti þeirra auðlinda sem fyrirtækinu sé falið með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Þannig hafi fyrirtækið markvisst innleitt sjálfbæra nýtingu í starfsemi sína, hámarkað nýtni og dregið úr úrgangi og losun tengdri starfsemi sinni. Á vef SA eru frekari upplýsingar. 

https://vimeo.com/889303311/096a70bad4?share=copy

 

Carbon Recycling InternationalCRI hefur síðastliðin 15 ár skapað sér sérstöðu sem frumkvöðull við hagnýtingu á koltvísýringi á heimsvísu. Emissions-to-liquid (ETL) tækni félagsins umbreytir koltvísýringi og vetni í metanól sem nýta má sem rafeldsneyti eða sem hráefni í efnavinnslu og hefur mun minni umhverfisáhrif en hefðbundið jarðefnaeldsneyti.

Í tilkynningu kemur fram að Carbon Recycling International hafi nýlega gangsett nýja efnaverksmiðju í Kína sem hafi þann möguleika að endurnýta 150.000 tonn af koltvísýring á ári. Íslenskt hugvit og verkfræðileg hönnun CRI muni stuðla að einni bestu orkunýtni í þessari tegund iðnaðarframleiðslu og framleiða um 100.000 tonn af sjálfbæru metanóli á ári. Framleiðslutæknin hafi verið þróuð og sannreynd í verksmiðju félagsins í Svartsengi. Félagið hafi verið fyrsta fyrirtækið í heiminum til að framleiða og selja vottað rafeldsneyti. Þrautseigja og framsýni Carbon Recycling International hafi skilað áhrifum út fyrir landsteina og framtak þeirra muni leggja til í baráttu á heimsvísu við samdrátt í losun koltvísýrings.

https://vimeo.com/889305755/8ea65a48e6?share=copy

 

Fulltrúar CRI ásamt forseta Íslands.

Umhverfisfyrirtaeki_arsins_2023_landsvirkjun_hopmyndFulltrúar Landsvirkjunar ásamt forseta Íslands.