29. ágú. 2018 Almennar fréttir

Laun hækkað ævintýralega mikið

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, um nýja skýrslu Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessors, en Gylfi var fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í síðustu viku í aðdraganda kjarasamninga. „Mér sýnist greining Gylfa staðfesta að það sé lítið sem ekkert að sækja til atvinnurekenda í komandi kjarasamningum. Hann bendir þó á að það sé hægt að jafna kjör ákveðinna hópa og dregur fram ýmsar leiðir til þess,“ segir Sigurður.

Dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja

Sigurður segir í fréttinni að afkoma fyrirtækja hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir sem segi sína sögu. „Það eru hagsmunir allra að vel takist til. Það sem er erfitt í þessu varðandi launaþróunina er samspil hækkana og styrkingar krónunnar. Laun mæld í erlendum gjaldmiðlum hafa hækkað ævintýralega mikið. Þetta samspil hefur reynst mjög erfitt og dregur verulega úr samkeppnishæfni fyrirtækja.“

Á vef Fréttablaðsins er hægt að lesa fréttina. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.