Fréttasafn1. apr. 2019 Almennar fréttir Gæðastjórnun Mannvirki

Launafl fær endurnýjaða B-vottun

Fyrirtækið Launafl, sem er aðildarfyrirtæki SI, hefur fengið endurnýjaða B-vottun fram til ársins 2020. Áfangaskipt gæðavottun SI er aðgengileg aðferð og kemur til móts við þarfir fjölmargra aðildarfyrirtækja SI sem vilja bæta rekstur sinn markvisst skref fyrir skref. Þegar fyrirtæki hefur öðlast C-vottun hafa verið búin til þau stjórntæki sem eru forsenda fyrir B- og A-vottun. Þau fyrirtæki, sem ná síðan A-vottun, eiga mjög skammt í að fullnægja hinum alþjóðlega gæðastaðli ISO-9000:2000. 

Á myndinni eru Birkir Hauksson, öryggis- og gæðastjóri Launafls, og Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins.