Fréttasafn



4. maí 2020 Almennar fréttir

Leiðbeiningar ef upp kemur smit á vinnustað

Nú þegar létt hefur verið á samkomubanni að hluta vill Embætti landlæknis koma leiðbeiningum á framfæri til fyrirtækja ef upp kemur COVID-19 smit á vinnustað um ferlið sem þarf að eiga sér stað: 

1. Veikindi. Starfsmaður verður veikur. Fer í COVID-19 próf sem reynist jákvætt. 

2. Smitrakningarteymi hefur samband við þann sem hefur smitast og eftir atvikum við vinnuveitanda. Spurt er út í aðstæður á starfsstaðnum og samskipti þess smitaða við aðra á tilgreindu sóttvarnarsvæði/hólfi. 

3. Tímabil sóttkvíar. Smitrakningarteymi gefur upp það tímabil sem miða á við og er þá gengið úr frá reglunni: Innan 48 klst og innan 2 metra í meira en 15 mín. með þeim smitaða. Sóttkví er 14 dagar frá útsetningu fyrir smiti. Miðað er við 24 klst. áður en fyrstu einkenna varð vart. Ef um engin einkenni er að ræða er miðað við 48 klst. frá sýnatöku. Dæmi: A fær einkenni 2. maí en greinist með COVID-19 þann 4. maí. Hann hitti B þann 1. maí og þeir unnu saman. B fer þá í 14 daga sóttkví frá 1. maí. 

4. Úrvinnslusóttkví. Ef vafamál um umgengni eða samneyti starfsfólks koma upp þá er engin áhætta tekin heldur svæði lokað tímabundið. Svokölluð úrvinnslusóttkví sem stendur yfirleitt þangað til búið er að rekja smit eða niðurstöður sýnatöku liggja fyrir. 

Breytingar á samkomubann taka gildi 4. maí og gilda til 1. júní, bannið nær til skipulagðra viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar Embættis landlæknis.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um breytingar á samkomubanni sem gilda til 1. júní.