Fréttasafn



3. nóv. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Leiðin fram á við er í gegnum nýsköpun í iðnaði

Í tilefni þess að Hugverkastofan stendur fyrir afmælisráðstefnu 4. nóvember þar sem ræða á hugverkarétt í tengslum við sjálfbærni var rætt við Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Jón Gunnarsson, samskiptastjóra Hugverkastofunnar, í hlaðvarpsþættinum Auðvarpið.
Í þættinum ræða þau meðal annars um frumkvöðla sem eiga erindi inn á alþjóðasviðið, rannsóknir í  vistvænni orku, sjávarútvegi og loftslagstengdum verkefnum. Þau koma inn á mikilvægi þess að tryggja verðmætasköpun með því að huga að verndun hugverka. Þá kemur fram í þættinum að fyrirtækjum sem eiga hugverkarétt vegni betur, vaxi hraðar og borgi hærri laun. Í umræðu þeirra kemur fram að leiðin út úr núverandi stöðu sé í gegnum nýsköpun í iðnaði þar sem hægt sé að gera betur með því að grænvæða ferla, aðföng og umgengni. Þar geti Íslendingar náð forskoti og hjálpað heiminum.

Á Spotify er hægt að nálgast þáttinn.