Fréttasafn



8. maí 2018 Almennar fréttir

Leiðtogaumræður um Reykjavík í Gamla bíói

Oddvitar stærstu framboðanna í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi mætast á opnum fundi í Gamla bíó á morgun miðvikudaginn 9. maí kl. 8.30-10. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu boða til fundarins þar sem rætt verður um sambúð borgar og atvinnulífs.

Umraedufundur-thatttakendur

Þátttakendur í umræðunni eru Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokknum, Ingvar Jónsson, Framsóknarflokknum, Líf Magneudóttir, Vinstri-grænum, Vigdís Hauksdóttir, Miðflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn.

Umraedufundur-spyrlar

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF,  spyrja frambjóðendur um helstu stefnumál þeirra gagnvart atvinnulífinu en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrir fundinum. 

 

Umraedufundur