Fréttasafn



5. sep. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Leit að áhugasömum gæðastjórum

Samtök iðnaðarins og IÐAN fræðslusetur hafa gert með sér samstarfssamning um gæðamál í mannvirkjagerð. Tilgangurinn er að vekja athygli á gæðamálum í mannvirkjagerð, hvetja til aukinnar notkunar á gæðakerfum og stuðla að aukinni fræðslu. Samtökin kallar eftir áhugasömum gæðastjórum, eða starfsfólki sem sinnir gæðamálum, innan aðildarfyrirtækja SI til að taka þátt í verkefninu. Nánar tiltekið er leitað eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta áherslur í tengslum við verkefnið og/eða halda erindi á fræðslufundum eða kenna örnámskeið. Leitað er eftir þátttakendum frá stórum og smáum fyrirtækjum.

Stefnt er að því að halda fræðslufundi á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni sem og örnámskeið hjá IÐUNNI um mismunandi efni tengt gæðamálum.

Áhugasamir geta haft samband við Eyrúnu Arnarsdóttur, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, eyrun@si.is, s. 6907730, fyrir 12. september næstkomandi.