Fréttasafn31. ágú. 2017 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Leitað eftir hugmyndum að grænum lausnum

Norræni loftslagssjóðurinn (Nordic Climate Facility) leitar nú, sjöunda árið í röð, eftir hugmyndum að grænum lausnum sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í þróunarlöndum. Af því tilefni standa Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið í samvinnu við Norræna þróunarsjóðinn (NDF) til kynningarfundar á morgun 1. september kl. 9.00 í húsakynnum Íslandsstofu í Sundagörðum 2.

Frestur til að skila inn tillögum er til 29. september nk. Frekari upplýsingar um sjóðinn, umsóknarferlið og hverjir geta sótt um má finna hér. Þemað í ár er „Climate as business - Testing innovative green business concepts“. Útvaldar hugmyndir gætu fengið fjármögnun upp á allt að 500.000 evrur.

Skráning á fundinn fer fram hér.