Fréttasafn



19. des. 2025 Almennar fréttir

Líflegar umræður á fjölmennum stefnudegi SI

Fjölmennt var á stefnudegi Samtaka iðnaðarins sem samtökin efndu til með þátttöku hátt í 70 félagsmanna á Hilton Reykjavík Nordica 4. nóvember. Dagurinn hófst með ávarpi Árna Sigurjónssonar, formanns SI, sem sagði meðal annars að efnt væri til þessa stefnudags til að skerpa á stefnuáherslum, málefnum og lykilverkefnum sem sett verði í forgang hjá samtökunum á næstu árum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var með framsögu þar sem hann fór yfir umfang iðnaðar á Íslandi og helstu þætti í starfsemi SI. Auk þess fór Sigurður yfir árangur af þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir frá árinu 2022 um að efla samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í þágu samfélagsins alls. Hann sagði árangurinn mikinn þar sem stuðst hefði verið við öfluga stefnu samtakanna í markvissri hagsmunagæslu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, var því næst með erindi um stöðu efnahagsmála og áhrif ytra umhverfis á útflutning og rekstur iðnfyrirtækja. Í máli hans kom meðal annars fram að efnahagslegt umhverfi væri krefjandi þar sem hægt hefði á hagvexti og samdráttur væri framundan. Hann sagði því enn mikilvægara en áður að samkeppnishæfni Íslands verði sett í forgang.

Að framsögum loknum hófst verkefnavinna félagsmanna sem  Stefán Sigurðsson, ráðgjafi hjá Nordic Development, stýrði ásamt Magnúsi Þór Gylfasyni, ráðgjafa hjá SI og verkefnastjóra stefnumótunar. Efnt var til umræðna á 11 borðum þar sem starfsmenn SI voru í hlutverki borðstjóra. Á hverju borði sköpuðust líflegar umræður um veikleika og ógnanir og styrkeika og tækifæri Samtaka iðnaðarins og íslensks iðnaðar. Einnig var efnt til umræðna um helstu breytingar í alþjóðaumhverfinu og þá þrjá krafta sem líklegt er að hafi mikil áhrif á Ísland og iðnaðinn; alþjóðaviðskipti, viðnámsþróttur og gervigreind. Þegar umræðum var lokið kynnti fulltrúi hvers borðs helstu niðurstöður og forgangsröðun verkefna.

Í lok stefnudagsins þakkaði formaður SI öllum þátttakendum fyrir þeirra framlag í umræðunum og starfsmönnum SI fyrir undirbúning fundarins. Í máli hans kom fram að í framhaldinu verði unnið úr öllu því sem félagsmenn lögðu til í umræðunum. 

Stefnumótunarvinnan stendur enn yfir og er áætlað að uppfærð stefna SI verði kynnt á nýju ári. 

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Myndir/BIG

Si_stefnumotun_nordica-3Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_stefnumotun_nordica-9Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_stefnumotun_nordica-22Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.

Si_stefnumotun_nordica-26Stefán Sigurðsson, ráðgjafi hjá Nordic Development.

Si_stefnumotun_nordica-1Magnús Þór Gylfason, ráðgjafi hjá SI og verkefnastjóri stefnumótunar.

Si_stefnumotun_nordica-16

Si_stefnumotun_nordica-12

Si_stefnumotun_nordica-4
Si_stefnumotun_nordica-14

Si_stefnumotun_nordica-2

Si_stefnumotun_nordica-42

Si_stefnumotun_nordica-49

Si_stefnumotun_nordica-25

Si_stefnumotun_nordica-30

Si_stefnumotun_nordica-31

Si_stefnumotun_nordica-32

Si_stefnumotun_nordica-33

Si_stefnumotun_nordica-34

Si_stefnumotun_nordica-35

Si_stefnumotun_nordica-36

Si_stefnumotun_nordica-60

Si_stefnumotun_nordica-57

Si_stefnumotun_nordica-61