Fréttasafn



22. okt. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Lífsferilsgreiningar til umræðu á fundi SI

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir viðburði um lífsferilsgreiningar í morgun í Húsi atvinnulífsins. Páll Ársæll Hafstað, sérfræðingur hjá HMS, fór yfir nýjar kröfur í byggingarreglugerð um framkvæmd lífsferilsgreininga (LCA) við umsókn um byggingarleyfi ásamt því að fara yfir góðar venjur við öflun gagna. Helga María Adolfsdóttir, sérfræðingur í lífsferilsgreiningum hjá VERKVIST, fjallaði um hvernig mætti nýta LCA sem hönnunartól og gaf dæmi um aðgerðir sem geta skilað samdrætti í kolefnisspori bygginga. Þá fór Viggó Magnússon, eigandi hjá Arkís arkitektum, yfir þeirra reynslu af fyrstu skrefum LCA greininga, hvernig þau hafa verið að innleiða greiningarnar í sína vinnu og góða upplifun af skilum inn til HMS. Í lokin kynntu sérfræðingar COWI í Danmörku, þær Gitte Gylling Olesen og Mathilde Mattson Haugaard, ferlið í Danmörku en krafan um lífsferilsgreiningar var innleidd í reglugerð þar fyrst árið 2023 og í júlí 2025 voru kröfurnar hertar.

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, annaðist fundarstjórn.

 IMG_0637Viggó Magnússon, eigandi hjá Arkís arkitektum.

IMG_0627Páll Ársæll Hafstað, sérfræðingur hjá HMS, og Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV.

IMG_0635Helga María Adolfsdóttir, sérfræðingur í lífsferilsgreiningum hjá VERKVIST.

IMG_0629Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV.

IMG_3049Á skjánum er Mathilde Mattson Haugaard, COWI í Danmörku.

IMG_0626

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/1129565061?fl=pl&fe=sh