Lífsferilsgreiningar til umræðu á fundi SI
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir viðburði um lífsferilsgreiningar í morgun í Húsi atvinnulífsins. Páll Ársæll Hafstað, sérfræðingur hjá HMS, fór yfir nýjar kröfur í byggingarreglugerð um framkvæmd lífsferilsgreininga (LCA) við umsókn um byggingarleyfi ásamt því að fara yfir góðar venjur við öflun gagna. Helga María Adolfsdóttir, sérfræðingur í lífsferilsgreiningum hjá VERKVIST, fjallaði um hvernig mætti nýta LCA sem hönnunartól og gaf dæmi um aðgerðir sem geta skilað samdrætti í kolefnisspori bygginga. Þá fór Viggó Magnússon, eigandi hjá Arkís arkitektum, yfir þeirra reynslu af fyrstu skrefum LCA greininga, hvernig þau hafa verið að innleiða greiningarnar í sína vinnu og góða upplifun af skilum inn til HMS. Í lokin kynntu sérfræðingar COWI í Danmörku, þær Gitte Gylling Olesen og Mathilde Mattson Haugaard, ferlið í Danmörku en krafan um lífsferilsgreiningar var innleidd í reglugerð þar fyrst árið 2023 og í júlí 2025 voru kröfurnar hertar.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, annaðist fundarstjórn.
Viggó Magnússon, eigandi hjá Arkís arkitektum.
Páll Ársæll Hafstað, sérfræðingur hjá HMS, og Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV.
Helga María Adolfsdóttir, sérfræðingur í lífsferilsgreiningum hjá VERKVIST.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV.
Á skjánum er Mathilde Mattson Haugaard, COWI í Danmörku.
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:
https://vimeo.com/1129565061?fl=pl&fe=sh