Fréttasafn



5. apr. 2019 Almennar fréttir

Lífskjarasamningurinn 2019-2022

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði 2019-2022 voru undirritaðir hjá ríkissáttasemjara að kvöldi 3. apríl. Í kjölfarið voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings samningunum ásamt helstu atriðum þeirra kynntir í Ráðherrabústaðnum. Fjölmenni var við undirritun samninganna sem ná til tæplega 100 þúsund manns. Samningurinn nær til félaga Starfsgreinasambandsins, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins. Þá hafa Sambönd íslenskra sveitarfélaga skrifað undir yfirlýsingu vegna Lífskjarasamningsins.

Hér er hægt að nálgast Lífskjarasamninginn 2019-2022.

Hér er hægt að nálgast aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings lífskjarasamning aðila vinnumarkaðarins.

Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar.

Undirritun2

Undirritun3