Fréttasafn



10. maí 2023 Almennar fréttir Menntun

Listi fyrirtækja sem óska eftir nemum á námssamning

Nemastofa hefur kallað eftir að fyrirtæki skrái sig á lista yfir þau fyrirtæki sem óska eftir nemum á námssamning. Listinn ber yfirskriftina „Laus nemapláss“. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að vera á listanum geta skráð sig á þessari vefslóð sér að kostnaðarlausu: https://nemastofa.is/fyrirtaeki/

Síðan er ætluð iðnnemum, framhaldsskólum og forráðamönnum sem eru að leita eftir nemaplássum. 

Nemastofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks í atvinnulífi.