24. ágú. 2018 Almennar fréttir

Lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja

Ekkert að sækja er yfirskrift leiðara Fréttablaðsins í dag og er þar vitnað til orða Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, sem segir að staðan sé sú að það sé lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja. Leiðarahöfundur, Hörður Ægisson, tekur undir þessa skoðun Sigurðar og segir að hagkerfið standi á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar sé Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi og afleiðingarnar séu skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem séu í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. 

Á vef Fréttablaðsins er hægt að lesa leiðarann í heild sinni.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.