Litla Ísland með fund um styrki
Litla Ísland stendur fyrir fundi um styrkjatækifæri fyrir fyrirtæki í næstu viku, miðvikudaginn 29. maí kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.
Á fundinum fjalla Anna Margrét Guðjónsdóttir, stofnandi Evris, og Þórunn Jónsdóttir, meðstofnandi Poppins & Partners ehf., um þau tækifæri sem starfandi íslensk fyrirtæki hafa til fjármögnunar á verkefnum á íslenskri sem og erlendri grundu. Þórunn fjallar um leiðir til að fjármagna verkefni með opinberum styrkjum, s.s. Tækniþróunarsjóði og skattafrádrætti vegna rannsókna- og þróunar. Anna Margrét fjallar um styrkjamöguleika erlendis sem auðveldað geta fyrirtækjum leiðina á alþjóðlegan markað.
Á vef Litla Íslands er hægt að skrá sig.