Fréttasafn3. nóv. 2016 Gæðastjórnun

Litagleði fær D-vottun

Litagleði ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Litagleði ehf. var stofnað 1996 af Kristjáni Aðalsteinssyni. Hjá fyrirtækinu er mikil reynsla í alhliða málningarþjónustu. Bæði í inni- og útiverkum hvort sem unnið er fyrir fyrirtæki eða einkaaðila.

Fyrirtækið hefur um árabil tileinkað sér vinnubrögð sem byggja á aðferðafræði gæðastjórnunar. Að sögn Kristjáns Aðalsteinssonar málarameistara og framkvæmdastjóra hefur agi, undirbúningur og skipulag sem gæðastjórnun boðar skilað fyrirtækinu betri afkomu og veitt honum sem stjórnanda betri yfirsýn og yfirvegaðra vinnuumhverfi. "Það er auðveld og góð leið að fylgja þeim leiðbeiningum sem felast í vottunarferlinu" segir Kristján og vitnar þar í bækurnar Hvar stöndum við? og Hvernig gera má betur! sem eru handbækur til leiðbeiningar fyrir þá sem vilja bæta eigin rekstur með einföldum og auðveldum hætti.