Fréttasafn



5. sep. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Ljósastýring væri mjög arðbær fjárfesting

Rætt var við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í Morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun þar sem farið var yfir útreikninga sem koma fram í nýrri greiningu SI sem segir að spara megi 80 milljarða króna með ljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður segir að þær tafir sem við höfum séð í umferðinni hafi aukist talsvert á síðustu árum eða um 50% sem ferðatíminn hefur lengst. „Það þýðir auðvitað að við verjum heilmiklum tíma aukalega í umferðinni sem nemur um 9 milljónum klukkustunda á þessu ári. Þannig að ef það er hægt að stytta þennan ferðatíma og biðtíma uppsafnað yfir nokkurra ára tímabil og líftíma þessarar fjárfestingar þá má spara 80 milljarða sem er þá hægt að nota tímann í annað, framleiðni fyrirtækja eykst og lífsgæði borgarbúa aukast. Þetta eru auðvitað heilmiklir peningar og yrði mjög arðbær fjárfesting. Þetta er dæmi um það hvernig má nýta innviðina sem þegar eru til staðar á skilvirkari máta.“

Einnig var rætt við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formann skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, sem segir meðal annars að talan gæti verið hærri en 80 milljarðar ef eitthvað er. Hún vill ekki að hlutfall bílsins hækki heldur lækki. 

Á vef RÚV er hægt að hlustsa á þáttinn.