15. feb. 2021 Almennar fréttir Ljósmyndarafélag Íslands Menntun

Ljósmyndarafélag Íslands heimsækir Tækniskólann

Stjórn Ljósmyndarafélags Íslands heimsótti Tækniskólann á dögunum til þess að ræða námið í ljósmyndun sem kennt er við skólann. Ljósmyndun er gamalgróin iðngrein með mikla sögu og hefðir sem hefur gengið í gegnum umtalsverðar tæknibreytingar. Annars vegar sú tækni sem byggir á filmu og framköllun í myrkraherbergi og hins vegar stafræn tækni sem nýtir tölvutækni. Á fáum árum hefur orðið sú þróun að mikill meirihluti ljósmynda er teknar á stafrænt form og flestir ljósmyndarar nota slíka tækni.

Fjörugar umræður urðu í heimsókninni og allir sammála um að nauðsynlegt samtal atvinnulífs og skóla þurfi til að tryggja gæði námsins.

Myndirnar tók Guðmundur Viðarsson, formaður Sveinsprófsnefndar í ljósmyndun, sem einnig var á fundinum.

Ljosmyndarafelag-Islands-Ljosmyndun-TaekniskolinnÁ myndinni eru, talið frá vinstri, Lárus Karl Ingason, ljósmyndari, Gísli Hjálmar Svendsen, ljósmyndari, Laufey Ósk Magnúsdóttir,ljósmyndari, formaður LÍ, Rán P. Bjargardóttir, ljósmyndari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri á menntasviði SI, Brynjar Gunnarsson, kennari, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskólans og Haraldur Guðjónsson Thors, kennari. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.