Fréttasafn



15. feb. 2021 Almennar fréttir Ljósmyndarafélag Íslands Menntun

Ljósmyndarafélag Íslands heimsækir Tækniskólann

Stjórn Ljósmyndarafélags Íslands heimsótti Tækniskólann á dögunum til þess að ræða námið í ljósmyndun sem kennt er við skólann. Ljósmyndun er gamalgróin iðngrein með mikla sögu og hefðir sem hefur gengið í gegnum umtalsverðar tæknibreytingar. Annars vegar sú tækni sem byggir á filmu og framköllun í myrkraherbergi og hins vegar stafræn tækni sem nýtir tölvutækni. Á fáum árum hefur orðið sú þróun að mikill meirihluti ljósmynda er teknar á stafrænt form og flestir ljósmyndarar nota slíka tækni.

Fjörugar umræður urðu í heimsókninni og allir sammála um að nauðsynlegt samtal atvinnulífs og skóla þurfi til að tryggja gæði námsins.

Myndirnar tók Guðmundur Viðarsson, formaður Sveinsprófsnefndar í ljósmyndun, sem einnig var á fundinum.

Ljosmyndarafelag-Islands-Ljosmyndun-TaekniskolinnÁ myndinni eru, talið frá vinstri, Lárus Karl Ingason, ljósmyndari, Gísli Hjálmar Svendsen, ljósmyndari, Laufey Ósk Magnúsdóttir,ljósmyndari, formaður LÍ, Rán P. Bjargardóttir, ljósmyndari, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri á menntasviði SI, Brynjar Gunnarsson, kennari, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskólans og Haraldur Guðjónsson Thors, kennari.