Fréttasafn



12. des. 2016 Almennar fréttir

Ljósmyndarafélag Íslands styrkt um 500 þúsund krónur

Ljósmyndarafélag Íslands, sem er eitt af aðildarfélögum SI, hlaut samfélagsstyrk frá Landsbankanum að upphæð 500 þúsund krónur en bankinn úthlutaði 15 milljónum króna úr Samfélagssjóði Landsbankans til 32 verkefna. Styrkurinn til Ljósmyndarafélags Íslands er veittur til útgáfu menningar- og listarits um ljósmyndun síðastliðin 90 ár en félagið fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Í ritinu á að fjalla um ljósmyndun og áhrif ljósmyndunar á breiðum grundvelli á íslenskt samfélag. Ritið er talið mikilvægt innlegg í skráningu á íslenskri menningarsögu og færir greinina nær almenningi. Formaður félagsins Lárus Karl Ingason og Guðmundur Viðarsson, varaformaður og höfundur hugmyndarinnar, tóku við styrknum fyrir hönd félagsins.

Tæplega 500 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni en samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og verkefni á sviðum menningar og lista. Dómnefnd var skipuð Ármanni Jakobssyni, prófessor við Háskóla Íslands, Felix Bergssyni, leikara, Þórmundi Jónatanssyni, sérfræðingi hjá Landsbankanum, og Guðrúnu Agnarsdóttur, lækni, en hún var jafnframt formaður dómnefndar.

Á vef Landsbankans er yfirlit styrkjanna.