Fréttasafn23. jún. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins kynntur í beinu streymi

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins var kynntur á rafrænum fundi í dag kl.15.00. Á fundinum var dregin upp mynd af því hvernig loftslagsvegvísirinn mun nýtast íslensku samfélagi við að leggja sitt af mörkum til að leysa eitt stærsta mál samtímans, loftslagsvandann.

Dagskrá
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar fundinn.

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, kynnir vegvísinn ásamt Eggerti Benedikt Guðmundssyni, forstöðumanni Grænvangs.

Eftirtaldir standa að útgáfunni: Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök iðnaðarins (SI), SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bændasamtök Íslands auk Grænvangs. 

Hér er hægt að nálgast skýrsluna.

Á Facebook er hægt að sjá beint streymi frá fundinum.

Hér er hægt að nálgast streymið:

https://vimeo.com/566105526