Fréttasafn



21. feb. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Loftslagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði til umræðu

Loftlagsmál og sjálfbærni í byggingariðnaði: Áskoranir & tækifæri er yfirskrift málþings sem haldið verður á fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13-16.30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð. 

Málþingsstjóri er Hannes Frímann Sigurðsson, verkefnastjóri BVV. Aðgangur að málþinginu er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að tilkynna þátttöku sína með því að senda tölvupóst á silja@mvs.is. Að málþinginu standa Íslenski byggingavettvangurinn, Mannvirkjastofnun, Vistbyggðarráð og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Dagskrá

  • 13:00-13:15 Opnunarávarp Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra 
  • 13:15-14:00 Paradigm Change? A New Architecture for 2050 - Martin Haas, arkitekt á eigin stofu haas.cook.zemmrich – STUDIO 2050 í Þýskalandi, varaformaður þýska vistbyggðarráðsins (DGNB) og gestaprófessor við University of Pennsylvania 
  • 14:00-14:15 Kolefnisjafnaðar byggingar á Íslandi? - Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Vistbyggðarráðs 
  • 14:15-14:35 Hvaða þýðingu hefur Parísarsamkomulagið fyrir byggingariðnaðinn? - Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftslags hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 
  • 14:35-14:45 Kaffihlé  
  • 14:45-15:00 Sjálfbært skipulag - Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og forstjóri Skipulagsstofnunar 
  • 15:00-15:20 Perlufestin okkar – Auknir uppbyggingarmöguleikar meðfram Borgarlínu - Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) 
  • 15:20 -15:40 Fjárhagslegir hvatar og grænir skattar - Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur og ráðgjafi hjá Norðurlandaráði 
  • 15:40-16:20 Reynslusögur af sjálfbærni í byggingariðnaði - Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rb. við NMÍ, Aðalheiður Atladóttir, arkitekt og formaður Arkitektafélags Íslands, Björn Guðbrandsson, prófessor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands og einn eiganda Arkís 
  • 16:20-16:30 Lokaorð og málþingsslit