Fréttasafn



3. feb. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Löggiltir rafverktakar fjölmenntu á fund Veitna og SART

Fjölmennt var á fundi sem Veitur í samvinnu við Samtök rafverktaka, SART, buðu til fyrir löggilta rafverktaka í húsnæði Veitna að Bæjarhálsi 1. Á fundinum kynnti Hrafn Leó Guðjónsson, sérfræðingur í mæla- og notendaþjónustu hjá OR, rafrænt umsóknarferli heimlagna og fjallaði einnig um tengingu hleðslustöðva. Fyrirspurnum fundargesta var svarað með stuðning sérfræðinga á vegum Veitna. Félagsmenn lýstu ánægju með fundinn sem reyndist mjög gagnlegur og undirstrikaði mikilvægi góðs samtals milli hagaðila. Fundinn sóttu um 90 löggiltir rafverktakar auk 20 starfsmanna Veitna, ON og OR.

Félagsmenn SART geta nálgast gögnin sem kynnt voru á fundinum á vef SART undir Mínum síðum.

Veitur-fundur-2-Hrafn Leó Guðjónsson, sérfræðingur í mæla- og notendaþjónustu hjá OR, kynnti rafrænt umsóknarferli heimlagna og tengingu hleðslustöðva.