Fréttasafn



11. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Orka og umhverfi

Lokadagur Hringiðu

Fulltrúi SI, Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, var meðal þátttakenda á lokadegi Hringiðu í umsjón Klaks sem fór fram í Nauthól síðastliðinn föstudag. Á deginum kynntu sjö sprotafyrirtæk í Hringiðu verkefni sín sem leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum fyrir fjárfestum og öðrum áhugasömum um hringrásarhagkerfið. Sprotafyrirtækin sem kynntu verkefnin sín eru Melta, Munasafn RVK Tool Library, Mar Eco, Orb, Bambahús, Resea Energy og Alor. Eigendur KLAK eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Origo, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður. Bakhjarlar Hringiðu eru Reykjavíkurborg, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Terra, Ölgerðin og Samtök iðnaðarins. Samstarfsaðilar Hringiðu eru Rannís, Breið þróunarfélag, Evris, Sjávarklasinn, Orkuklasinn og Grænvangur.

Fjallað er um daginn í Smartlandi á mbl.is.

Smartland á mbl.is, 10. maí 2023.

Mynd: Eygló Gísladóttir.

Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, og Marta Hermanns hjá Eyri.