Fréttasafn12. sep. 2018 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Lokadagur tilnefninga fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Tilnefningar fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins þurfa að berast fyrir föstudaginn næstkomandi 14. september. Verðlaunin verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fram fer í Hörpu miðvikudaginn 17. október. Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. Það er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhendir verðlaunin. Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Tilnefningar er hægt að senda með tölvupósti á sa@sa.is merkt: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. 

Dómnefnd velur úr tilnefningum og skoðar meðal annars eftirfarandi þætti:

Umhverfisfyrirtæki ársins

  • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
  • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
  • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
  • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
  • Innra umhverfi er öruggt
  • Áhættumat hefur verið gert fyrir starfsemina
  • Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið

 Framtak ársins

  • Hefur komið fram með nýjung – nýja vöru, þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif
  • Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
  • Gagnast í baráttu við loftslagsbreytingar