Lykilatriði í bókhaldi til umfjöllunar hjá Litla Íslandi
Síðasti fundurinn í fræðslufundaröð Litla Íslands lýkur á föstudaginn næstkomandi 8. desember með fundi um bókhald. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 Reykjavík, í salnum Kviku á 1. hæð kl. 9-10. Þetta er sjötti fundur Litla Íslands þar sem sjónum hefur verið beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja og því sem einkennir vel rekin fyrirtæki. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Á fundinum á föstudaginn mun Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, ráðgjafi og eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður Félags bókhaldsstofa, fjalla um lykilatriði í bókhaldi og mikilvægi bókhalds sem stjórntækis í rekstri.
Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með honum í beinni útsendingu á www.litlaisland.is þar sem er að finna margs konar fræðslu.