Fréttasafn26. apr. 2017 Almennar fréttir

LYST í Gamla bíói á morgun

Viðburðurinn LYST – Future of Food verður haldinn á morgun í Gamla bíói kl. 9.30-15.00. Þetta er í annað sinn sem viðburðurinn er haldinn og er áherslan að þessu sinni á sjálfbærni. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, setur viðburðinn. Meðal fyrirlesara eru Margrét Pála Ólafsdóttir - Hjallastefnan, Brynjar Már Karlsson - Marel, Brynja Laxdal – Matarauður Íslands, Stella Dögg Blöndal - Ljómalind, Sara Roversi – Future of Food Institute og Tim West – True West Venture.

Nánar um LYST – Future of Food.