Fréttasafn



4. nóv. 2016 Iðnaður og hugverk

Málmiðnaður kynntur í Fréttablaðinu

Með Fréttablaðinu í dag fylgir 8 síðna kynningarblað um málmiðnað. Í blaðinu er meðal annars viðtal við Guðlaug Þór Pálsson, formann Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði sem er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Málmiðnaðurinn er tæknigrein framtíðar segir í fyrirsögn og segir Guðlaugur Þór að markmið Málms sé að auka framleiðni og að menntastefna greinarinnar sé skýr. Hann nefnir einnig að málmiðnaður á Íslandi eigi sér langa sögu og hafi ávallt skipt verulegu máli fyrir land og þjóð. „Það er staðreynd að þær þjóðir sem búa að öflugum málmiðnaði eru þær þjóðir sem státa af mestri hagsæld og velferð sinna þegna.“ Hann segir jafnframt að það sé vöntun á starfsmönnum í greininni og hafi verið í langan tíma en að átak sé í gangi til að kynna greinina og auka áhuga ungs fólks enda séu tekjumöguleikar miklir og starfsaðstaða í fyrirtækjunum sé yfirleitt til fyrirmyndar.