Fréttasafn1. des. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Málmur heimsækir Norðurland

Stjórn Málms, sem er aðildarfélag SI, hélt stjórnarfund á Akureyri í gær. Við það tilefni heimsótti stjórn Málms og starfsmenn Samtaka iðnaðarins nokkur fyrirtæki á Norðurlandi og Verkmenntaskólann á Akureyri. Fyrst var komið við hjá Vélfagi á Ólafsfirði en þar tók Bjarni A. Sigurðarsson, framkvæmdastjóri, á móti hópnum. Því næst var Genís á Siglufirði heimsótt og Jón Garðar Steingrímsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Genís, kynnti framleiðslu fyrirtækisins. Á Siglufirði var komið við hjá SR vélaverkstæði þar sem Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri,  sagði frá starfseminni en Ólafur sat áður í stjórn Málms.

Í lok ferðarinnar var Verkmenntaskólinn á Akureyri, VMA, heimsóttur og var það Baldvin B. Ringsted, sviðsstjóri verk- og fjarnáms hjá VMA, sem sýndi hópnum málmiðngreinadeild skólans og nýtt Fab-labsem skólinn hýsir.

Akureyri1

Akureyri6

Akureyri2

Akureyri7_1512140793661

Akureyri8