11. maí 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Málmur mótar framtíðarsýn

Samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Málmur, stóðu fyrir stefnumótunarfundi fyrir skömmu. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins. Þórey Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá Capacent, stýrði fundinum þar sem fjöldi félagsmanna tók þátt í að horfa á atvinnugreinina, finna hverjir helstu hagaðilar eru og móta framtíðarsýn. Í Málmi eru yfir 50 fyrirtæki. 

Markmið stefnumótunarinnar var að draga fram kjarnann í starfsemi samtakanna þar sem sérstaklega var horft til þróunar og nýsköpunar til að mæta þeirri öru þróun sem á sér stað í atvinnugreininni. Mótuð var framtíðarsýn til næstu 3ja ára og settur fram listi með markmiðum og tilgangi einstakra verkefna.  


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.