Fréttasafn



4. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Málstofa um hvernig best er að byggja 35 þúsund íbúðir

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, tekur þátt í umræðum á málstofu föstudaginn 5. maí kl. 14.00 í Grósku sem haldinn er af Arkitektafélagi Íslands, í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í tengslum við HönnunarMars. Yfirskrift málstofunnar er 35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta? Þar verður rætt um nýja húsnæðisáætlun ríkis og sveitafélaga þar sem byggja á 35.000 nýjar íbúða á landinu á næstu 10 árum. Fundarstjóri er Brynja Þorgeirsdóttir.

Eftirtaldir flytja erindi:

  • Anna María Bogadóttir, arkitekt og rithöfundur
  • Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt
  • Friðgeir Einarsson, rithöfundur
  • Kristján Örn Kjartansson, arkitekt

Tvískiptur panell:

  • Andri Snær Magnason, rithöfundur
  • Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt
  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur
  • Borghildur Sturludóttir, arkitekt
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
  • Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk
  • Hermann Jónsson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS)
  • Jóhannes Þórðarson, arkitekt
  • Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI)
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt

Á Facebook er hægt að nálgast frekari upplýsingar um málstofuna.