Málstofa um íslenskt námsefni
Samtök menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Þróunarsjóður námsgagna, mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís, ásamt skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar standa fyrir málstofu með yfirskriftinni Íslenskt námsefni – hvað er til? mánudaginn 19. ágúst kl. 14.00-16.00 í Laugalækjarskóla. Fundarstjóri er Árni Árnason, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Hér er hægt að skrá sig á málstofuna.
Dagskrá
- Ávarp - Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
- Námsgögn eru lykillinn - Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ
- Bókaútgefendur - hornsteinar námsgagnaútgáfu - Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
- Kennarinn í kennslustofunni - Guðbjörg Íris, kennari í Rimaskóla
- Heimasaumaðar lausnir framhaldsskólanna - Súsanna Margrét Gestsdóttir, námsbrautarformaður menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands
- Mikilvægi samfélagslegs frumkvæðis á landsbyggðinni - Huld Hafliðadóttir forstöðukona og stofnandi STEM Húsavík og STEM Ísland
- Nýsköpun í skólastarfi - Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
- Gervigreind kennd á íslensku og samræmt námsmat - Héðinn Steingrímsson, stofnandi Skákgreind / Affekta
- Námsefni til framtíðar - Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
- Framtíð námsgagnagerðar á Íslandi - Íris E. Gísladóttir, stofnandi Evolytes og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja
- Kl. 16:00 Kaffi og spjall, námsefni til sýnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.