Fréttasafn



18. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Málstofa um matvæli morgundagsins í Nýsköpunarvikunni

Í tilefni Nýsköpunarviku bjóða Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa til málstofu 23. maí á Hilton Reykjavík Nordica kl. 11.30-13.00 í sal F+G þar sem umræðuefnið er matvæli framtíðarinnar og hvaða skref íslensk nýsköpunarfyrirtæki eru að stíga til framtíðar og aukinnar sjálfbærni. Hver verður þróunin á næstu áratugum og hvaða áhrif hafa viðhorf okkar og hefðir á þessa þróun? Að loknum framsögum verður góður tími fyrir umræður.

Léttar hádegisveitingar verða í boði fyrir málstofugesti. Hér er hægt að skrá sig.

Dagskrá

11:30 Vistkjöt á Matseðlinum?
Björn Örvar, stofnandi / vísindastjóri ORF Líftækni

11:45 Hefðbundinn matur framtíðarinnar

Björn V. Aðalbjörnsson, meðstofnandi / rannsóknar- og þróunarstjóri Loki Foods

12:00 Ný nálgun á framleiðslu verðmætustu eldisafurða heims 

Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri þróunar hjá Sæbýli

12:15 Ný prótein í nútíð og framtíð

Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís

Fundarstjóri: Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF Líftækni