Málstofa um nýsköpun í matvælaiðnaði
Nýsköpun í matvælaiðnaði var til umræðu á málstofu sem Matvælaráð SI og Íslandsstofa efndu til á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Fulltrúar 4 fyrirtækja fjölluðu um ferlið frá því að hugmynd kviknar og þar til hún kemst til framkvæmda og þær hindranir og áskoranir sem verða á veginum. Einnig var fjallað um styrkjaumhverfi fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Fundarstjóri var Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Frummælendur á fundinum voru eftirtaldi: Helga M. Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus, og Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu matvælaiðju og formaður Matvælaráðs SI, fjölluðu um nýsköpun fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Friðrik Guðjónsson, stofnandi og forstjóri Feed the Viking, fjallaði um nýsköpun á gömlum grunni. Andri Björn Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri VAXA, sagði frá starfsemi fyrirtækisins. Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís, fjallaði um styrkjaumhverfið á Íslandi.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Árni Sigurjónsson, formaður SI, Erna Björnsdóttir hjá Íslandsstofu, Jónas Rúnar Viðarsson hjá Matís, Rannveig Tryggvadóttir hjá Kötlu matvælaiðju, Friðrik Guðjónsson hjá Feed the Viking, Andri Björn Guðmundsson hjá VAXA, Helga M. Beck hjá Nóa Síríus og Sigríður Mogensen hjá SI.
Helga M. Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Andri Björn Guðmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri VAXA.
Friðrik Guðjónsson, stofnandi og forstjóri Feed the Viking.
Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu matvælaiðju og formaður Matvælaráðs SI
Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.