Fréttasafn8. maí 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Málþing um íbúðauppbyggingu á HönnunarMars

Málþing með yfirskriftinni  35.000 íbúðir á 10 árum: Hvernig er best að gera þetta? sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri síðastliðinn föstudag var vel sótt. Málþingið var haldið af Arkitektafélagi Íslands í samstarfi við Grænni byggð og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og var hluti af dagskrá HönnunarMars. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var meðal þátttakenda í pallborðsumræðum. 

Tilefni málstofunnar var ný húsnæðisáætlun ríkis og sveitarfélaga að tryggja byggingu 35.000 nýrra íbúða á landinu á næstu 10 árum. Á málþinginu var rætt um hvernig eigi að nýta tækifærið til að gera sem allra best og skapa íbúðir og hverfi þar sem fólk og umhverfi er sett í fyrsta sæti. Fundarstjóri var Brynja Þorgeirsdóttir. Erindi fluttu Anna María Bogadóttir, arkitekt og rithöfundur, Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt,  Friðgeir Einarsson, rithöfundur, og Kristján Arnar Kjartansson, arkitekts.

Í pallborði sátu auk Sigurðar og Gylfa þau Andri Snær Magnason, rithöfundur, Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur, Borghildur Sturludóttir, arkitekt, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk, Hermann Jónsson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Jóhannes Þórðarson, arkitekt, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt

Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson.

Á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitekúrs er hægt að nálgast umfjöllun og ljósmyndir frá málstofunni.