Mannauðs- og færniþörf hugverkaiðnaðar á UT messunni
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, og Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, munu flytja fyrirlestur á UT messunni sem fer fram í Hörpu á morgun. Hugverkaiðnaður í vexti - mannauðs- og færniþörf til næstu ára er yfirskrift erindis þeirra sem hefst kl. 13.05 í Kaldalóni.
Samtök iðnaðarins hafa greint mannauðs- og færniþörf hugverkaiðnaðar sem kynnt verður í fyrirlestrinum.
Á vef UT messunnar er hægt að skoða dagskránna en uppselt er á messuna.