Fréttasafn22. nóv. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Mannvirkjarannsóknarsjóðurinn Askur opnar fyrir umsóknir

Yfir 30 manns mættu á rafrænan fund Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem kynntur var  mannvirkjarannsóknarsjóðurinn Askur í síðustu viku. 

Á fundinum kynnti Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sjóðinn en nú hefur verið opnað fyrir umsóknir úr sjóðnum í fyrsta sinn. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember næstkomandi.

Sjóðurinn er samstarfsverkefni félagsmálaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Hlutverk Asks - mannvirkjarannsóknarsjóðs er að veita styrki til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskor­unum á sviði mannvirkjagerðar í samræmi við markmið laga nr. 160/2010, um mannvirki.

Hér er hægt að nálgast glærur sem voru á fundinum.

Askur_HMS