Fréttasafn



9. okt. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Mannvirkjaþing SI

Mannvirkjaþing SI fer fram fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15-18 í Iðunni í Vatnagörðum 20. Þingið er ætlað félagsmönnum SI í mannvirkjaiðnaði og öðrum boðsgestum.

Á Mannvirkjaþingi SI verður ný stefna Mannvirkjaráðs SI kynnt auk þess sem efnt verður til samtals um umbætur í starfsumhverfi íslensks mannvirkjaiðnaðar með félagsmönnum SI og öðrum boðsgestum þingsins.

Í upphafi þingsins verður sameiginleg dagskrá en síðan gefst gestum tækifæri til að velja úr þremur málstofum þar sem fjallað verður um einstök málefni nýrrar stefnu. Þar gefst tækifæri til að eiga opið samtal um mikilvæg málefni mannvirkjaiðnaðar.

Í lok dagskrár verður boðið upp á léttar veitingar.

Fundarstjórn; Gylfi Gíslason, formaður Mannvirkjaráðs SI og framkvæmdastjóri JÁVERKS.

Dagskrá

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasvið SI
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Málstofa I  Stöðug innviðafjárfesting mætir þörfum samfélagsins

  • Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
  • Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna
  • Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri framkvæmda FSRE
  • Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður ÍAV
  • Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI

Málstofa II – Einn ferill leyfismála – samtal er lykill að árangri

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
  • Svava Björk Bragadóttir, eigandi hjá Arkís arkitektum
  • Einar Páll Kjærnested, Byggingarfélagið Bakki 
  • Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI

Málstofa III – Nægt framboð af fjölbreyttu fagfólki í mannvirkjaiðnaði

  • Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans
  • Ólafur Jónsson, forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins
  • Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri Securitas
  • Hulda Birna Kjærnested, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum SI
  • Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI


Hér er hægt að skrá sig á þingið.

Auglysing_loka_1698147208794