Mannvirkjaþing SI
Mannvirkjaþing SI fer fram fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15-18 í Iðunni í Vatnagörðum 20. Þingið er ætlað félagsmönnum SI og öðrum boðsgestum.
Í upphafi þingsins verður sameiginleg dagskrá um mikilvægi innviðauppbyggingar til að efla viðnámsþrótt og varnar- og öryggismál. Gestum gefst síðan tækifæri til að velja úr tveimur málstofum þar sem fjallað verður annars vegar um iðnmenntun og hins vegar um bætt opinber innkaup. Í lok þingsins verður aftur sameigileg dagskrár þar sem kastljósinu verður beint að stöðu húsnæðisuppbyggingar.
Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Hér er hægt að skrá sig á þingið.


