Fréttasafn



18. maí 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Margt á döfinni í byggingum á Akureyri og nágrenni

Það hefur verið hlutfallslega minna byggt á Eyjafjarðarsvæðinu undanfarin ár en á höfuðborgarsvæðinu en það eru merki þess að gríðarlega margt sé á döfinni og þá ekki eingöngu á Akureyri, heldur einnig í nágrannasveitarfélögum. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali Karls Eskils Pálssonar við Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóra byggingariðnaðar hjá SI, í fimmta þættinum af Atvinnupúlsinum á sjónvarpsstöðinni N4. 

Fiðrik segir að það sé munur á því hvernig að einangrun húsa er staðið á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu þar sem áhersla sé á að einangra húsin að utan með öðrum hætti. Aðspurður um nýsköpun í byggingargreinum segir hann ýmislegt handan við hornið, meðal annars í hönnun íbúðarhúsnæðis. Hann segir bjart framundan í byggingargeiranum, uppbygging á Akureyri sé jöfn og engin bóla þar en hins vegar hefur hann áhyggjur af þróuninni í Fjallabyggð þar sem ekki sé nægilega mikið byggt.

Hér má horfa á þáttinn. Viðtalið hefst á 22.05 mínútu.