Fréttasafn



7. maí 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Margt sem þarf að slípa til í aðgerðarpökkum

Ég þekki ekki hvert tilvik fyrir sig og sjálfsagt ólíkar aðstæðu að baki en ég vil ekki trúi því að fyrirtæki séu að ganga á lagið og nýta sér einhvern veginn ókeypis peninga frá ríkinu af ásetningi einum saman. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í Speglinum á RÚV um umræðu um þau fyrirtæki sem virðast ekki eiga í rekstrarvanda en hafa nýtt sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. „Markmið þessa úrræðis var býsna skýrt, að koma í veg fyrir uppsagnir og viðhald á ráðningarsambandi og þetta tókst. Það auðvitað kemur ekki á óvart að þegar tugþúsundir einstaklinga hafa þurft að nýta þetta úrræði að þá komi upp ýmis álitamál og úr þeim þarf auðvitað að greiða og stjórnamálamennirnir eru að því þessa dagana. Svoleiðis að þetta er eins og annað í þessum aðgerðarpökkum, það er margt sem þarf að slípa til. Ákvarðanir eru teknar mjög hratt og þá óhjákvæmilega koma upp ýmis álitamál eins og þetta.“

Sigurður segist skilja mjög vel umræðuna og geti verið sammála henni. „En ég vil líka benda á að til dæmis í könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu meðal sinna félagsmanna þá segja 70% félagsmanna verða fyrir miklu áhrifum af ástandinu. Það sem ég er að segja er að meira og minna öll fyrirtæki finna fyrir áhrifum af COVID. Það er eðlilegt að fyrirtæki geri það en ítreka að það eru ýmis álitamál sem þarf að taka á og þetta er svo sannarlega eitt af þeim.“

Á vef RÚV er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.