Fréttasafn



23. jan. 2018 Almennar fréttir

Markaðsmál til umfjöllunar á Smáþinginu

Á Smáþingi Litla Íslands verður kastljósinu beint að markaðsmálum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þingið fer fram fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Smáþingsstjóri er Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS. Hér er hægt að skrá sig á þingið. 

Dagskrá þingsins

  • Setning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
  • Stóra lausnin er smá! Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
  • Hvernig ná lítil og meðalstór fyrirtæki árangri með markaðsstarfi? Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka og stundakennari við HR.
  • Rótgróið fyrirtæki í nýjum heimi Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður SI.
  • Vald áhrifavalda og nýjar leiðir við notkun samfélagsmiðla Hlynur Þór Árnason, sölu- og markaðssérfræðingur hjá Ghostlamp. 

Reynslusögur & umræður

  • Pink Iceland Eva María Þórarinsdóttir Lange, stofnandi og eigandi.
  • Einstök Ölgerð Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri.
  • Omnom Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri.
  • Eldum rétt Hanný Inga Birschbach, þjónustustjóri.

Að þinginu loknu fer fram netagerð með tónlist og tilheyrandi.  

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SI, SAF, SVÞ, SFF og SA. 

Insta2