Fréttasafn



5. okt. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi Starfsumhverfi

Markaðurinn komi fram með lausnir í drykkjarumbúðum

Lögunum er m.a. ætlað að minnka notkun drykkjarumbúða. Þá er einnig vikið að þessu markmiði í almennum athugasemdum frumvarpsdraganna án þess að nánar sé vikið að ýmsum álitamálum þessu tengt. Í þessu samhengi benda SI á mikilvægi að hinum almenna markaði sé falið ákveðið hlutverk í
því að stýra þessu markmiði enda óhætt að segja að markaðurinn sé að vissu leyti betur betur til þess fallinn að jafnt greina þarfir markaðarins og koma fram með lausnir eða úrræði. Þetta kemur fram í umsögn SI um drög að frumvarpi um bætt umhverfi endurvinnslu og skilagjalds á drykkjarvöruumbúðir sem send hefur verið Samráðsgátt. Heilt yfir taka samtökin jákvætt undir með þeim breytingum sem lagðar eru fram í frumvarpinu en gera athugasemdir við einstakar greinar. Auk þess sem samtökin gera alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem virt hafi verið að vettugi þau áform ráðuneytisins að hafa samráð við hagsmunasamtök.

Hér er er hægt að nálgast umsögn SI í heild sinni.