Fréttasafn5. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Markaðurinn þjáist af framboðsskorti

Ingólfur Bender, aðal­hag­fræðingur Sam­taka iðnaðarins, segir í fréttaskýringu Ólafs Arnarsonar í Fréttablaðinu að sveitar­fé­lögin standa mis­vel að því að bæta úr litlu fram­boði í­búðar­hús­næðis. Ef skoðað sé hversu margar í­búðir séu í byggingu eftir sveitar­fé­lögum í talningu SI og HMS í mars síðast­liðnum komi í ljós að þær séu flestar í Reykja­vík, Kópa­vogi, Hafnar­firði og Garða­bæ. Hins vegar þurfi að taka til­lit til þess að þetta séu allra stærstu sveitar­fé­lögin og því þurfi ekki að koma á ó­vart að þar séu flestar í­búðir í byggingu.

Í fréttaskýringunni kemur fram að Seðla­bankinn hafi hækkað vexti um eitt prósentu­stig vegna mikillar verð­bólgu sem meðal annars sé til­komin vegna mikillar hækkunar á hús­næðis­verði undan­farið. „Það er alveg ljóst að með þessu vill bankinn draga úr eftir­spurn á í­búða­markaði og þannig úr verð­hækkun í­búða. Gallinn við þetta er sá að hækkun stýri­vaxta dregur einnig úr vilja til að byggja með því að hækka byggingar­kostnað og það á tíma þegar markaðurinn þjáist af fram­boðs­skorti og auka þarf fjölda í­búða í byggingu. Ekkert bendir til annars en að á­fram verði hús­næðis­skortur næstu árin.“

Nýjum íbúðum í Garðabæ fjölgar umfram önnur sveitarfélög á næstu 2-3 árum

Í fréttaskýringunni kemur fram að þegar fjöldi í­búða í byggingu í hverju sveitar­fé­lagi er skoðaður sem hlut­fall af fjölda í­búða sé byggingar­magnið hlut­falls­lega mest í Garða­bæ, Akra­nesi, Hvera­gerði, Ár­borg og Hafnar­firði. Á eftir komi Kópa­vogur, Reykja­vík, Reykja­nes­bær, Mos­fells­bær og Akur­eyri. Garða­bær er með hæsta hlut­fall í­búða í byggingu á móti heildar­fjölda í­búða, eða um 9,8%. Fjöldi í­búða í byggingu í sveitar­fé­laginu er 688 og eykst nokkuð frá síðustu talningu SI og HMS sem gerð var í septem­ber á síðasta ári, en þá voru í­búðir í byggingu þar 478. „Þetta háa hlut­fall er vís­bending um að hlut­falls­lega muni í­búðum í sveitar­fé­laginu fjölga tals­vert um­fram önnur sveitar­fé­lög á næstu 2-3 árum, en á þeim tíma ættu flestar þeirra í­búða sem nú eru í byggingu sam­kvæmt talningu SI og HMS að koma full­búnar inn á markaðinn. Aukningin í sveitar­fé­laginu á milli talninga er aðal­lega á fyrstu byggingar­stigum þannig að hún mun ekki birtast í auknu fram­boði fyrr en á næsta og þar­næsta ári.“ 

Hafnarfjörður einnig með hátt hlutfall íbúða í byggingu á móti heildarfjölda íbúða 

Þá kemur fram í fréttaskýringunni að Ingólfur bendi á að Hafnar­fjörður sé annað af stóru sveitar­fé­lögunum á höfuð­borgar­svæðinu þar sem hlut­fall í­búða í byggingu á móti heildar­fjölda í­búða í sveitar­fé­laginu sé hátt. „Þar eru 811 í­búðir í byggingu sam­kvæmt talningu SI og HMS sem er um­tals­verð aukning frá síðustu talningu í septem­ber síðast­liðnum, en þá voru í­búðir í byggingu í sveitar­fé­laginu 236. Aukningin skýrist af fjölgun í­búða á fyrstu byggingar­stigum, það er þeim sem eru komnar fram að fok­heldu, og því er nokkuð í að þær komi full­kláraðar inn á í­búða­markaðinn.“

Fréttablaðið / Frettabladid.is, 5. maí 2022.

Frettabladid-05-05-2022