Fréttasafn



27. nóv. 2017 Almennar fréttir

Markmiðasetning til umfjöllunar hjá Litla Íslandi

Fimmti fundurinn í fræðslufundaröð Litla Íslands sem fjallar um markmiðasetningu verður haldinn föstudaginn 1. desember kl. 9-10 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. 

Leifur-geir-hafsteinssonLeifur G. Hafsteinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs, ætlar að fjalla um galdur markmiðasetningar og hvenær hún virkar best en sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hér er hægt að skrá sig.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn geta fylgst með í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands - www.litlaisland.is 

Dagskrá allra fundanna má nálgast hér (PDF)