Fréttasafn



8. sep. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun Orka og umhverfi

Matarbúðin Nándin hlaut Bláskelina

Matarbúðin Nándin hlaut Bláskelina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi plastlausa lausn. Nándin er algjörlega plastlaus matvörubúð sem er með hringrás fyrir gler og selur matvörur í niðurbrjótanlegum og moltuhæfum umbúðum. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett í Hafnarfirði og í Kolaportinu.

Það var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem afhenti Kolbeini Lárusi Sigurðssyni hjá Matarbúðinni Nándin viðurkenninguna í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar í dag. 

Í úrslitahópi dómnefndar voru auk Matarbúðarinnar Nándar, Bioplastic skin, Krónan og Plastplan. Dómnefndin var skipuð fulltrúum frá Umhverfisstofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum iðnaðarins og Plastlausum september. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, sat í dómnefnd sem fulltrúi SI, hún er önnur frá hægri á myndinni.

Hér er hægt að skoða útsendinguna frá afhendingu viðurkenningarinnar. 

Hér er myndband um matarbúðina: 

https://www.youtube.com/watch?v=0k8xvTFEy1s&feature=youtu.be">https://www.youtube.com/watch?v=0k8xvTFEy1s&feature=youtu.be

4D1A1672-002-Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Kolbeini Lárusi Sigurðssyni hjá Matarbúðinni Nándin viðurkenninguna.