Matarhátíðin Reykjavík Food Festival verður haldin á morgun á Skólavörðustígnum kl. 14.00-17.00 og er það í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en áður hét hún Reykjavík Bacon Festival. Á hátíðinni sem er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins auk fleiri aðila. Gestum hátíðarinnar gefst kostur á að smakka fjölbreytta rétti úr úrvals íslensku hráefni, beikoni, kjúklingi, fiski, lambakjöti, nautakjöti, grænmeti ofl. Félagsmenn Samtaka iðnaðarins eru meðal þeirra sem leggja til hráefnið á hátíðinni.
Mannlíf, 12. september 2019
Í tilefni af matarhátíðinni var neðangreind auglýsing birt í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu laugardaginn 16. september þar sem koma fram