Fréttasafn25. maí 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Matvælaráð SI sett á laggirnar

Stofnfundur nýs Matvælaráðs Samtaka iðnaðarins verður haldinn miðvikudaginn 26. maí kl. 11.00 í Húsi atvinnulífsins. Matvælaráði SI er ætlað að vera vettvangur fyrir samstarf ólíkra matvæla- og drykkjarframleiðenda innan samtakanna um sameiginleg hagsmunamál.

Markmiðið með stofnun Matvælaráðs SI er meðal annars að ná betur utan um framleiðslugreinina sem heild, mynda breitt bakland og skerpa á áherslum og sameiginlegum hagsmunamálum. Aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins sem starfa við matvæla- og drykkjarframleiðslu er boðið á  fundinn. Þeir sem vilja bjóða sig fram til setu í Matvælaráði SI geta haft samband við Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gunnar@si.is.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn sem verður á morgun miðvikudag.