Fréttasafn



10. okt. 2016 Iðnaður og hugverk

Matvælarannsóknir í breyttum heimi

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, MNÍ, verður haldinn á Hótel Natura fimmtudaginn 20. október kl. 13-17 undir yfirskriftinni Matvælarannsóknir í breyttum heimi.

Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs og umhverfissérfræðingur SI, verður með erindi á ráðstefnunni um íslenskan matvælaiðnað og umhverfismál en á ráðstefnunni á að fjalla um rannsóknir og nýsköpun í matvælaiðnaði, líftækni og erfðaauðlindir.  

Í upphafi ráðstefnunnar afhendir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, Fjöregg MNÍ sem er veitt á Matvæladegi fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla og næringar. Fjöreggið er veglegur verðlaunagripur, hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá upphafi verið gefinn af Samtökum iðnaðarins.

Nánari  upplýsingar um dagskrá eru hér og þátttakendur eru beðnir að skrá sig hér á vef MNÍ.